Kjölbátasamband Íslands

föstudagur, 4. apríl 2014 | Gunnar Geir Halldórsson | Almennar fréttir

Fyrirlestur þann 7. Apríl fellur niður. Nýr fyrirlestur þann 5. Maí.

Því miður þurfum við að fresta fyrirlestrinum sem átti að vera núna 7. apríl fram á haustið en maður að nafni Drake Roberts sem hefur verið með skútuna sína „Paragon“ hér á Íslandi, hefur boðist til að vera með fyrirlestur þann 5. maí og segja frá ferðum sínum.

Næsti fyrirlestur þann 5. maí 2014.

Stjórnin

 

Athugasemdir (0)   

Veggur

mánudagur, 24. mars 2014 | Gunnar Geir Halldórsson | Almennar fréttirÞessi veggur var kláraður í kvöld 24 mars 2014
Athugasemdir (0)   

Tjaldveggur kominn upp

mánudagur, 24. mars 2014 | Gunnar Geir Halldórsson | Almennar fréttirÁ laugardaginn kom hópur manna saman og setti upp tjaldvegg og Lyfturnar sem notaðar voru komu frá Tæki.is


Athugasemdir (0)   

ISAF keppnisstjóranámskeið

föstudagur, 21. mars 2014 | Gunnar Geir Halldórsson | Almennar fréttir

Þessa dagana er verið að ganga frá skipulagi á Keppnisstjóra námskeiði á vegum Alþjóðasiglingasambandsins hér á landi. Námskeiðið nefnist ISAF Race Managment Clinic verður haldið hér á landi helgina 30.maí -1.júní 2014. Námskeiðið er á sama tíma og opnunarmót kæna en mótið verður notað sem hluti af kennslunni.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þeir Qu Chun frá Kína og Tomasz Chamera frá Póllandi. Báðir eru þrautreyndir keppnisstjórar á vegum ISAF og var Qu Chun meðal annars keppnisstjóri á Olympíuleikunum 2008.         

Námskeiðið er fyrsta stig keppnisstjórnar ætlast er til að þeir sem koma á námskeiðið hafi einhvertíma komið að keppnisstjórn. Námskeiðið fer fram á ensku og kostar Íkr; 12.500 á mann.

Nánari lýsingar og tímasetningar koma á næstu dögum.

   

Athugasemdir (0)   

Kjölbátasamband Íslands

laugardagur, 1. mars 2014 | Gunnar Geir Halldórsson | Kjölbátar

Kjölbátasamband Íslands

Fyrirlestur verður þann 3. mars 2014 í húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 3. hæð.

 Hann verður á hagnýtari nótunum. Fyrirlesarar eru þeir Markús Pétursson sem segir okkur frá hvaða heimavinnu við þurfum að vinna áður en lagt er af stað til annarra landa. Kona Markúsar sagði okkur frá hinni hliðinni í haust þegar við fengum lýsingu á daglegu lífi um borð. Þá segir Kristófer Óliversson frá því ævintýri sem hann og betri helmingur hans eiga í vændum. Þau koma til með að sigla með ARC rallinu frá Kanarí eyjum til St Lucia í Karabíska hafinu í haust. Þar er mikill undirbúningur í gangi og verður gott að fá frá fyrstu hendi upplýsingar þar um. Að lokum mun Egill Kolbeinsson segja frá reynslu sinni af skútuleigum bæði við Mallorca og St Vincents í Karabískahafinu.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur – 1.000 krónur fyrir félagsmenn. Kaffi innifalið.

Athugasemdir (0)   

 | (1) 2 3 4 5 6 ... |